Helstu upplýsingar

Við Móbergsskarð 8 í Hafnarfirði er Heimsalir ehf., að reisa glæsilegt fjölbýlishús á tveimur hæðum með fjórum íbúðum.

Íbúðirnar skilast með frágenginni lóð og fullbúnar að innan með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Lýsing er bæði innfelld og hefðbundin.

Íbúðirnar eru vandaðar og vel skipulagðar fjögurra herbergja með sér inngangi.
Tvær íbúðir eru á neðri hæð með geymslu innan íbúðar og 40 m2 sérafnotareit út frá stofu.
Tvær íbúðir eru á efri hæð með innbyggðum bílskúr og svölum.
Tilgreindar stærðir íbúða eru birtar stærðir samkvæmt eignaskiptasamningi.

Húsið stendur á lóð með bílstæðum við götuna þar sem möguleiki er að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.

Húsið er staðsteypt, einangrað að utan og klætt með áli. Gluggar og útihurðir eru úr ál/tré. Svalir íbúða efri hæða eru með ál/gler Lumon póstahandriði.

Íbúðirnar eru fullfrágengnar að innan með innréttingum frá HTH, fullmálaðar með harðparketi og flísum á gólfi frá Agli Árnasyni. Hurðir eru yfirfelldar hvítar af vandaðri gerð frá Agli Árnasyni. Vaskar og blöndunartæki eru af vandaðri gerð, innfelld blöndunartæki í sturtu.

Húsameistari er framkvæmdaraðili verkefnisins. Starfsmenn og samstarfsaðilar Húsameistara hafa áratuga reynslu í hönnun og byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Lykillinn að farsælu verefni er að velja til liðs góða og trausta samstarfsaðila.

Afhending íbúðanna er áætluð í maí 2024.

Hafa samband | Móbergsskarð

Hafir þú áhuga á að skoða eignir, gera tilboð eða fá nánari upplýsingar hafðu þá samband við okkur hjá Landmark

8 + 5 =

Monika Hjálmtýsdóttir

Löggiltur fasteignasali

Sími 823-2800 | monika@landmark.is

Júlíus Jóhannsson

Löggiltur fasteignasali

Sími 823-2600 | julius@landmark.is